Árný Margrét | Söngvaskáld, 27 September | Event in Kopavogur | AllEvents

Árný Margrét | Söngvaskáld

Salurinn Tónlistarhús

Highlights

Sat, 27 Sep, 2025 at 08:00 pm

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland

Advertisement

Date & Location

Sat, 27 Sep, 2025 at 08:00 pm (GMT)

Hamraborg 6, 200 Kópavogur

Hamraborg 6, 200 Kópavogsbær, Ísland, Kopavogur, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Árný Margrét | Söngvaskáld
Tónleikaröðin Söngvaskáld hefur sitt þriðja starfsár í haust en hún er röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáld spila sín lög og segja frá tilurð þeirra. Á Íslandi er að finna gífurlegt magn hæfileikaríks tónlistarfólks sem semur og spilar eigin lög, í öllum mögulegum tónlistarstefnum. Þessi tónleikaröð beinir athygli að slíku listafólki, varpar ljósi á margvíslegar aðferðir tónlistarfólks við lagasmíðar og gefur þjóðþekktum lögum meiri dýpt.

Tónlistarkonan Árný Margrét mun hefja tónleikaröðina þennan tónleikavetur en auk hennar munu söngvaskáldin Salka Valsdóttir, Bjarni Daníel og Daði Freyr mæta á svið Salarins í vetur.

Árný er tuttugu og fjögurra ára söngvaskáld frá Vestfjörðum. Hún er fædd og uppalin á Ísafirði og sótti þar tónlistarskóla frá 7 ára aldri. Árný Margrét vakti strax mikla athygli erlendis sem og hérlendis með tónlist sinni og framkomu. Tónlist og textar Árnýjar Margrétar mála fallegar en á sama tíma sársaukafullar myndir innblásnar af hennar lífi og umhverfi. Í gegnum tónlistina má upplifa hvernig það er að búa á stað sem er umkringdur háum fjöllum og sem sólin nær ekki til í nokkra mánuði á ári. Tónlist Árnýjar er best líst sem indí-skotinni þjóðlagatónlist þó segja megi að Árný hafi skapað sér sinn eigin einstaka hljóðheim.

Árný Margrét hefur síðustu fjögur ár gefið út tvær breiðskífur og tvær stuttskífur. Frá fyrstu útgáfu Árnýjar hefur hún varið mestum tíma sínum á tónleikaferðalögum um heiminn, hitað upp fyrir ýmsa tónlistarmenn, þar á meðal Ásgeir Trausta, Passenger, Wilco, Leif Vollebekk, Blake Mills og Pino Palladino. Hún hefur auk þess komið fram á ýmsum stórum tónlistarhátíðum, þar á meðal Newport Folk Festival í Bandaríkjunum sem er ein virtasta tónlistarhátíð sinnar tegundar, Winnipeg Folk Festival, Pohoda Festival, Black Deer Festival og Iceland Airwaves.

Árný Margrét gaf nýverið út sína aðra breiðskífu sem ber nafnið I Miss You, I Do sem hún vann í samstarfi við fjóra upptökustjóra. Það eru þeir Andrew Berlin og Brad Cook sem hafa meðal annars verið tilnefndir til Grammy verðlaunanna, Josh Kaufman og Guðmund Kristinn Jónsson. Platan var að mestu unnin út í Bandaríkjunum og má segja að áhrif þessa megi gæta í blæ hennar.

Þrátt fyrir að eiga ekki langan feril að baki hefur Árný Margrét hlotið hinar ýmsu viðurkenningar og tilnefningar. Má þar nefna Bjartasta von Rásar 2 árið 2022, “Best New Act 2022” verðlaun Iceland Airwaves, þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna 2023 og íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lag ársins 2023.

Árið 2024 var hún aftur tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins, myndband ársins og sem flytjandi ársins og hlaut hún verðlaunin fyrir myndband ársins. Árný hlaut að auki tilnefningu til MME verðlaunanna árið 2024 en verðlaunin hafa það að markmiði að lyfta upp og vekja athygli á því tónlistarfólki sem er talið skara fram úr í tónlist í Evrópu.
Árný var nú að ljúka vinnu sinni á svokallaðri “deluxe plötu” sem er einskonar viðbót ofan á nýju plötuna sem kemur út með haustinu.






You may also like the following events from Salurinn Tónlistarhús:

Also check out other Festivals in Kopavogur.

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

Tickets for Árný Margrét | Söngvaskáld can be booked here.

Advertisement

Event Tags

Nearby Hotels

Hamraborg 6, 200 Kópavogur, Iceland, Hamraborg 6, 200 Kópavogsbær, Ísland, Kopavogur, Iceland
Reserve your spot

Host Details

Salurinn Tónlistarhús

Salurinn Tónlistarhús

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Árný Margrét | Söngvaskáld, 27 September | Event in Kopavogur | AllEvents
Árný Margrét | Söngvaskáld
Sat, 27 Sep, 2025 at 08:00 pm